Léku jólalög fyrir heimilisfólk

Tónlistarskólinn í Hveragerði kom í heimsókn í Vesturás og krakkarnir léku jólalögin. Þetta var svo sannarlega jólaleg og frábær heimsókn sem heimilisfólkið kunni að meta. Á eftir var svo unga fólkinu boðið upp á hressingu, smákökur og safa.