Kynslóðir mætast við undirbúning jólanna

Jólasöngvar, sögur, hlátur, gleði og föndur. Þannig var andrúmsloftið á Litlu Grund þegar börn úr 5. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi komu í heimsókn í morgun. Það er ómetanlegt fyrir heimilisfólkið að fá þessa dásamlegu gesti í heimsókn. En það er ekki síður frábært fyrir unga fólkið að fá tækifæri til að kynnast þessum langömmum og langöfum sem taka börnunum opnum örmum og hafa allan tíma í heimi til að hlusta og dást að því sem ungviðið hefur fram að færa