Karlaklúbbur Markar brá sér á kaffihús

Karlaklúbburinn í Mörk  brá sér á kaffihús þar sem kokkarnir buðu upp á dýrindis "smörrebrauð" að dönskum hætti  og kökur ásamt því að skálað var í bjór.  Það eru notaleg viðbrigði að geta á ný farið um húsið án þess að hafa miklar áhyggjur af Covid enda allir heimilismenn búnir að fá sprautu og starfsmennirnir fyrri sprautuna.