Kaffibrúsakarlarnir vekja alltaf kátínu

Heimilisfólkið á Grund naut þess svo sannarlega að horfa á Kaffibrúsakarlana ræða saman um lífsins gang og nauðsynjar einn daginn fyrir skömmu. Þeir kunna svo sannarlega að kitla hláturstaugarnar hjá fólki og í mesta skammdeginu er fátt betra en geta hlegið almennilega.