Kæru aðstandendur

Viðbragðsteymi Grundar leggur til áfram sömu takmarkanir á heimsóknum út næstu viku.

Velkomið er að skipta um heimsóknaraðila svo framarlega að hann geti tryggt sóttvarnir. 

Eftirfarandi reglur eru í gildi frá 30.desember:

Grund er eingöngu opin á milli kl. 13-17 fyrir heimsóknir.

  • Eingöngu má koma einn aðstandandi í heimsókn á dag og þarf það að vera alltaf sá sami amk. næstu 7 daga.
  • Við biðjum um að heimsóknargestir séu ekki börn eða ungmenni.
  • Heimsóknargestir séu bólusettir, gæti sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum og ekki verra að þeir taki reglulega hraðpróf.
  • Alger grímuskylda er á meðan á heimsókn stendur.
  • Heimsókn þarf að vera inni á herbergi heimilismanns.
  • Ekki er hægt að mæla með ferðum heimilismanna úr húsi nema brýn ástæða sé til.

Veiran læðist að okkur úr öllum áttum en engin smit eru nú í hópi heimilismanna Grundar. 

Einhverjir starfsmenn eru frá vinnu en við gerum okkar allra besta að halda uppi þjónustustigi þrátt fyrir það.

Ég vil þakka ykkur fyrir skilning og þolinmæði, það er svo mikilvægt að finna samstöðuna núna þegar við sannarlega þurfum öll á því að halda.

Góða helgi