Kæru aðstandendur

Það er sannarlega hátíð í bæ, jóla- og ármótahátíð og upphaf bólusetningar en í gær voru heimilismenn í Mörk bólusettir.  Eftir þrjár vikur verða þeir allir bólusettir að nýju og viku þar á eftir teljast heimilismenn fullbólusettir. 

Þá verður vonandi hægt að létta mjög á öllum takmörkunum en þangað til verða áfram heimsóknartakmarkanir og allir verða áfram að passa vel upp á sóttvarnir, tveggja metra regluna, handþvott og handsprittun, grímuskyldu og að geyma knúsin.

Í næstu viku eða frá og með 4.janúar, verða heimsóknir eins og hér segir – þrjár heimsóknir í viku, tveir aðilar saman eða í sitthvoru lagi en alltaf þeir sömu.  Síðan má einsog áður skipta út í vikunni á eftir.

Við birtum myndir á heimasíðu og fésbókinni frá deginum í gær og ég læt hér fylgja afar einlægt viðtal við Elínu Björnsdóttur, hjúkrunarfræðings á Grund sem lýsir stemmningunni sem verið hefur undanfarið ár svo vel https://www.ruv.is/frett/2020/12/30/otrulegt-ad-hafa-dyrmaetasta-efni-i-heimi-i-hondunum

Í lokin langar mig að þakka ykkur fyrir samvinnuna undanfarið ár og hjartans þakkir fyrir allar góðar kveðjur og gjafir sem þið hafið fært starfsfólkinu, það er notalegt að finna fyrir hlýhug og stuðning.

Vonandi eigum við öll góð og slysalaus áramót 😊

Bestu kveðjur, Ragnhildur