Kæru aðstandendur

Jólahátíðin er mikil fjölskylduhátíð og á sérstakan sess í hjörtum okkar flestra, þetta árið er þó ljóst að hún verður ekki með hefðbundnu sniði.
Við finnum eftirvæntinguna og höfum fengið margar fyrirspurnir um hvernig heimsóknum verður háttað um hátíðirnar. Fyrirmæli frá sóttvarnayfirvöldum er að vænta
fimmtudaginn 17.desember en þangað til biðjum við ykkur að sýna okkur áfram biðlund.
Enn og aftur þakka ég ykkur skilning og stuðning í þessu ástandi, það skiptir okkur miklu máli að finna að við erum öll saman í þessu.
Bestu kveðjur, Ragnhildur