Jón Eyjólfur tekur fullan þátt

Jón Eyjólfur Jónsson er öldrunarlæknir á Grundarheimilunum. Hann tekur fullan þátt þegar eitthvað er um að vera. Í fyrra mætti hann í hús í fjólublárri múnderingu þegar öskudagsgleðin var í húsinu. Núna á  bóndadaginn gekk hann um og  heilsaði upp á heimilisfólk og starfsfólk og passaði þá að mæta í lopapeysunni sinni. Alvöru gaur hann Jón Eyjólfur.