Jólabingó í Mörk

 Jólabiingó er alltaf vinsælt hér í Mörk og þannig var það líka þetta árið. Það var spenna í lofti enda glæsilegir vinningarnir í jólabingói Markarinnar þetta árið. Tómstundafræðingurinn okkar hún Íris Rut Erlingsdóttir hafði samband við nokkur fyrirtæki, Bio effect , Thermu heildverslun, Dominos og Góu sem brugðust vel við og gáfu vinningana. Takk fyrir okkur.