Íslandsbanki gaf Grund hjólastólagalla

Fyrir skömmu kom Ólöf Árnadóttir fulltrúi frá Íslandsbanka færandi hendi, þegar hún afhenti Grund Hlýtt úti hjólastólagalla að gjöf. Hjólastólagallinn er frumkvöðlaverkefni sem Íslandsbanki styður, en gallinn er hlýr og einfaldur í notkun, og gerir heimilisfólki kleift að njóta betur útivistar allan ársins hring.
Við á Grund þökkum Íslandsbanka innilega fyrir þessa hugulsömu gjöf sem mun nýtast heimilisfólki vel í vetur. Gallann er hægt að nálgast hjá húsvaktinni.