Iðnaðarmaður ársins 2024

Það er gaman að segja frá því að Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sæmdi á dögunum heimilismanninn Ásgrím Jónasson rafvirkjameistara, - iðnaðarmann ársins 2024.
Titilinn hlaut hann fyrir sitt framlag til rafiðnaðarins ásamt lýsingarhönnun, kennslu í meistaranámi og fyrir útgáfu kennslu-, raffræði og staðlabóka í iðngreininni.
Hjartanlega til hamingju Ásgrímur