Herrarnir fengu allir glaðning

Bóndadagurinn var fyrir nokkru og pínulítið seint að birta þessar myndir en stóðumst bara ekki mátið. Herrarnir á Grund fengu allir glaðning á bóndadaginn og voru alsælir.  Harðfiskur og smjör féll í kramið en líka malt og appelsínið og súkkulaðið.