Heimsóknareglur í Mörk


15. september 2021

 

Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa

sóttvarnaráðstafanir í heiðri

 

  • Ungmenni komi ekki í heimsókn á þessum tímapunkti en það verður endurskoðað um leið og hægir á smitum í skólum.
  • Gestir beri maska á meðan þeir eru á leið inn og út úr húsi, fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur út að heimsókn lokinni.  Valkvætt er að bera maska á meðan á heimsókn stendur í herbergi íbúa, þó skal gætt að nándarmörkum.
  • Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
  • Gestir noti handspritt við komu á heimilið og einnig við brottför.
  • Heimilið er ekki lokað og heimilismenn mega fara út með sínum nánustu og gæta þá að þeim reglum sem í gildi eru almennt í samfélaginu og forðist mannmarga staði.
  • Við hvetjum ykkur til að fara varlega með ferðir út úr húsi.
  • Gestum er velkomið að fara á Kaffi Mörk með sínum aðstandenda.
  • Gestum er velkomið að njóta útiveru í garðinum okkar með sínum aðstandenda.
  • Heimilið er opið milli kl.13-18 á öðrum tímum verða heimsóknagestir að hringja á dyrabjöllu í anddyri.

 

Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

a. Eru í sóttkví.

b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).

c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).

e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins.  Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.

 

 

15.september 2021

Viðbragðsteymi Grundarheimilanna