Heimatilbúnar uppákomur í desember

Vegna aðstæðna verður aðventan nú, ólík hefðbundinni aðventu eins og við eigum að venjast. Það verður t.d. lítið um gestakomur og því verðum við að vera sjálfbær hvað varðar glens og gaman í aðdraganda jóla. 
Undanfarnar vikur hefur heimilis- og starfsfólk tekið höndum saman og útbúið viðburðadagatöl sem hafa að geyma ýmsa viðburði sem eiga án nokkurs vafa eftir að veita krydd í tilveruna í desember. 
Þetta hefur verið mjög skemmtileg samvinna og gaman að sjá þessi fallegu dagatöl. Myndirnar sýna dagatölin á hjúkrunarheimilinu, vinnustofunni í Ásbyrgi og iðjuþjálfun í Vesturási. Síðan verður nú ekki leiðinlegt að opna og sjá hvað verður um að vera þann daginn.