Heilsustyrkur

Grundarheimilin vilja stuðla að bættri heilsu starfsmanna með greiðsluþátttöku í heilsurækt og hreyfingu þeirra. Grundarheimilin greiða öllum starfsmönnum heilsustyrk eftir ákveðnum reglum þar sem hverjum starfsmanni býðst styrkur upp á 20.000 krónur á ári. Til að fá þennan styrk þurfa starfsmenn að skila inn kvittun vegna aðgangs að líkamsrækt, sundlaug eða einhverri annarri heilsueflandi hreyfingu. Þessum kvittunum þarf að skila til launafulltrúa á netfangið laun@grund.is. Einnig er hægt að hafa samband við mannauðsdeildina á mannaudur@grund.is ef einhverjar spurningar vakna.

Styrkurinn er fyrst veittur eftir sex mánuði í starfi og er veittur í samræmi við starfshlutfall.  Styrkinn er einnig hægt að nýta til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu og hafa nokkrir starfsmenn þegar nýtt sér þennan nýja möguleika, sem er vel. Starfsmönnum sem alla jafna notast við almenningssamgöngur til og frá vinnu býðst að láta styrkinn ganga upp í strætókort.

Ég hvet alla starfsmenn Grundarheimilanna til að nýta sér þennan styrk og sækja árlega þessar 20 þúsund krónur sem bíða. Langflestir stunda einhverskonar hreyfingu sem kostar peninga og þetta er kjörin leið til að minnka þann kostnað.

Hreyfum okkur, styrkjum heilsuna og látum okkur líða vel.

 

 

Kveðja og góða helgi,

Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna