Gleðidagur í Ási

Komið þið sæl. Það ríkir gleði hjá okkur í Ási í dag því allar niðurstöður sýna voru neikvæðar sem þýðir að enginn heimilismaður reyndist smitaður af Covid 19. Heimsóknir eru leyfðar en minnum á að það komi mest tveir í heimsókn til heimilismanns í einu, farið sé beint inn á herbergi og ekki stoppað í sameiginlegum rýmum. Allir gestir þurfa að vera með maska og spritta sig þegar þeir koma í hús. Enn er ekki leyfilegt að koma með börn og ungt fólk í heimsókn.