Fyrsti heimilismaðurinn sem var bólusettur

Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund. Það var Hulda Karlsdóttir sem bólusetti hana en Guðrún er á 102 aldursári. Það ríkir bjartsýni og gleði í húsinu og nú er bara að þrauka fram að seinni bólusetningu sem verður eftir um það bil þrjár vikur.