Fyrrum starfsmenn heiðraðir

Eins og venja er á starfsmannakvöldum Grundarheimilanna  eru fyrrum starfsmenn heiðraðir. Þessi mynd var tekin af fyrrverandi starfsfólki Grundar þegar Gísli Páll Pálsson þakkaði þeim vel unnin störf og færði þeim blómvönd sem þakklætisvott.