Formleg opnun myndlistarsýningar Sheenu Gunnarsson

Það var hátíðleg stund í gær þegar myndlistarsýning heimiliskonunnar og listakonunnar Sheenu Gunnarsson var formlega opnuð á aðalgangi Grundar 1. hæð.
Aðstandendur komu færandi hendi með allskyns veitingar og Grund sá um drykkjarföng. Margir komu þennan fyrsta dag til að skoða, bæði heimilismenn, aðstandendur og vinir og fjölskylda Sheenu.
Sýningin verður opin framyfir páska og hægt að skoða alla daga