Ferfætlingarnir vöktu lukku

Það vakti mikla lukku þegar Erla ræstingastjóri í Ási kom með litlu ferfætlingana þá Sleipni og Kol í heimsókn í vinnuna.  Þessi líka dásemdar heimsókn. Erla bauð heimilisfólki að heilsa upp á hvolpana og það er sama hvort það var í iðjuþjálfun eða á hjúkrunarheimilinu, allir höfðu gaman af því að knúsa þá aðeins og dást að þeim.