Peysufataklæddir nemendur mættu í heimsókn

Í áravís höfum við fengið til okkar skemmtilega vorboða í heimsókn, hóp nemenda frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þeir koma árlega til okkar í tilefni af Peysufatadeginum. Enn er nokkuð kalt úti svo heimilisfólk sat við glugga og í tengiganginum og fylgdist með unga fólkinu dansa og syngja. Þó voru það einhverjir sem ákváðu að mæta kappklæddir og fylgjast þannig með hópnum.