Elko gaf Grund sex farsíma

Styrktarsjóður
ELKO
kom færandi hendi á Grund í upphafi aðventu og gaf heimilinu sex Samsung Galaxy farsíma. Farsímarnir munu nýtast vel á Kóvídtímum þegar aðstandendur og heimilisfók notar mikið síma eða ipada til að heyrast og sjást. Elko eru færðar bestu þakkir fyrir þessa nytsamlegu gjöf.