Einbýlavæðing heldur áfram

Framkvæmdir á þriðju hæð í austurhúsi Grundar ganga vel. Þar er verið að útbúa einbýli með snyrtingu. Að sögn Hlyns Rúnarssonar sviðsstjóra fasteignasviðs Grundarheimilanna er búið að saga alla veggi sem þarf að saga og fræsa í veggi fyrir raflögnum. Búið er að flota öll gólf, smiðir eru byrjaðir að setja upp veggjagrindur við útveggji vestan megin og búið að skipta um alla glugga sem snúa í vestur. Þá er uppsetning á loftræstistokkum hafin fyrir baðherbergin og píparar að undirbúa ásamt því að verið er að bora á milli hæða fyrir lögnum sem tengjast austurgangi á annari hæð.