Djass og upplestur í morgunstund

Á miðvikudögum koma ávallt góðir gestir í morgunstund og veita tilbreytingu í líf heimilisfólksins með ýmsum hætti. Allir sem mæta gefa tíma sinn og vinnu og fyrir það erum við hér á Grund þakklát og snortin. Hér eru myndir af því þegar Steingrímur Karl Teague og Silva Þórðardóttir léku djass fyrir heimilisfólk og Magnús Jocham Pálsson og Daníel Daníelsson skáld mánaðarins lásu úr verkum sínum.. Takk fyrir komuna