Aðstandandi bauð upp á lestur smásögu

Anna Lilja Jónsdóttir er dóttir heimiliskonunnar Steinunnar B. Sigurðardóttur sem býr á annarri hæð í Mörk. Hún kom til okkar í vikunni með upplestur á smásögu sem móðir hennar skrifaði. Sagan byggist á atburðum sem áttu sér stað árið 1362 í Örævasveit en þá hafði átt sér stað eldgos og sagt að ein kona hafi komist lífs af á hesti.
Heimilisfólk af allri hæðinni kom til að hlusta og njóta. Á meðfylgjandi myndum er verið að lesa og svo mynd af  Steinunni B Sigurðardóttur sem skrifaði smásöguna.