Hjól sem hægt er að fá að láni í Mörk

Við eigum forláta hjól í Mörk sem tilvalið er að nota í þessu veðri. Aðstandendur sem hafa hug á að hjóla með fólkið sitt fá leiðsögn hjá starfsfólki sjúkraþjálfunar. Sama gildir um starfsfólk sem vill hjóla með heimilisfólk. Starfsfólk sjúkraþjálfunar veitir nánari upplýsingar. Hér er það sumarstarfsmaðurinn Birta sem hjólaði með Heiðu og þær stoppuðu á Flóru í Grasagarðinum og fengu sér hressingu.