Það er gott að hafa hlutverk og fá tækifæri til að gefa af sér

Þó árin færist yfir og fólk búi á hjúkrunarheimili þá breytist ekki þörfin fyrir að hafa hlutverk og fá að gefa af sér. Það styttir líka daginn að hafa eitthvað fyrir stafni og vera í góðum félagsskap. Þetta var nákvæmlega það sem heimilisfólkið gerði í dag þegar það pakkaði Heimilispóstinum sem síðan er sendur í pósti til aðstandenda og velunnara Grundarheimilanna. Það var hrein unun að fylgjast með heimilisfólki og starfsfólki hlið við hlið að vinna, ljúfir tónar bárust um matsal Litlu Grundar og síðan var boðið upp á gos og sætindi. Notaleg stund.