Hvíldarinnlögn

Velkomin í skammtímadvöl í Ási

Markmið skammtímadvalar er tvíþætt, annars vegar hressingardvöl fyrir einstaklinginn og hins vegar að létta tímabundið umönnun af fjölskyldu hans. Lengd dvalarinnar er ákvörðuð af Færni- og heilsumatsnefnd. Dvalargestum í skammtímadvöl er velkomið að nýta sér alla almenna þjónustu Áss og taka þátt í félagsstarfi og viðburðum sem í boði eru fyrir heimilisfólk.

Mikilvægt er að láta vita af læknisrannsóknum og aðgerðum sem fyrirhugaðar eru á meðan að á skammtímadvöl stendur eða í kringum það tímabil. Þessum tímum þarf að breyta því annars lendir kostnaður á Ási sem sjúkratryggingar myndu annars greiða.

Í skammtímadvöl þarf að hafa með sér:

•Lyfjarúllu eða lyf og lyfjakort.

•Hjálpartæki (einnota) sem viðkomandi notar heima.

•Innifatnað, næg föt til skiptanna, náttföt og nærföt, inniskó, hlýja peysu.

•Útiföt og skó.

•Létt teppi.

•Snyrtivörur s.s. sjampó, tannkrem, rakvél, raksápu, og rakakrem.

•Útvarp og afþreyingarefni, s.s. bækur, handavinnu að vild

Hagnýtar upplýsingar:

Mikilvægt er að aðstandendur láti heimahjúkrun/dagþjálfun vita af skammtímadvölinni og hvenær henni líkur.

Fatnaður er þveginn á heimilinu. Vinsamlegast merkið fatnað og hjálpartæki með upphafstöfum, til dæmis með fatatússpenna. Sæng, koddar, rúmföt og handklæði eru til staðar í Ási.

Vinsamlegast hafa með sér lyfjarúllu eða þau lyf sem þegar hafa verið skömmtuð. Þetta á einnig við um augndropa og innúðalyf, krem, lyfjaplástra og sprautur sem viðkomandi notar. Muna eftir lyfjakorti. Vinsamlegast komið með göngugrindur, hjólastóla og önnur hjálpartæki sem þið eruð vön að nota.

Síma-og tölvumál eru alfarið á ábyrgð aðstandenda. Best er að fá sér netpung til að tengjast netinu.

Fótaaðgerðar- og snyrtistofa sem og hárgreiðslustofa eru reknar af verktökum, tímapantanir eru í síma 480-2014 á virkum dögum milli 8 og 14.

Boðið er uppá sjúkraþjálfun með beiðni frá lækni og eins er opið í tækjasal eftir hádegi alla virka daga.

Peningar og verðmæti eru á eigin ábyrgð. Við óskum eftir að fólk taki ekki með sér verðmæti. Heimsóknargestir eru velkomnir allan daginn.

Af öryggisástæðum og af tillitssemi við starfsfólk eru dvalargestir vinsamlegast beðnir um að tilkynna starfsfólki um fjarveru af heimilinu. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 480-2014.