Fyrir kaupendur

Söluverði og leigu verður stillt í hóf.

Íbúar greiða 30% af íbúðarverði og greiða svo afnotagjald (leigu) fyrir 70%. Verðmæti 30% íbúðarhluta íbúa verðbætist miðað við byggingavísitölu og afskrifast um 2% á ári. Ekki er hægt að kaupa hærri hlut en 30%.

Mánaðarlega þarf að greiða afnotagjald, hússjóð og þjónustugjald. Greiðslur vegna afnota af húsnæði og bílastæðum hækka í takt við breytingar á neysluverðsvísitölu.

Innifalið í hússjóði er hiti og rafmagn í sameign og hiti í íbúð. Íbúar greiða sjálfir fyrir rafmagnsnotkun í sinni íbúð eftir mæli. Einnig er innifalið í hússjóði þrif á sameign, fasteignagjöld og brunatryggingar, húsvarsla, umhirða lóða og tengdir hlutir.

Endilega hafið samband með tölvupósti á netfangið morkin@morkin.is ef það vakna spurningar eða áhugi er á að skrá sig á biðlista.

Grund Mörkin ehf. og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf eru einkahlutafélög í eigu Grundar hjúkrunarheimilis. Nánari upplýsingar um tilurð og starfsemi Grundar má sjá á heimasíðu Grundar undir Saga Grundar.​