Glaumbær vann piparkökuhúsasamkeppnina

Verðlaunin í piparkökuhúsasamkepninni í Mörk voru veitt í dag. Keppnin var afar hörð en einungis munaði einu stigi á tveim efstu sætunum. Glaumbær á 2. hæð vermdi efsta sætið með einstaklega fallega útfærslu. Sjónarhóll á 5. hæð var í öðru sæti með glæsilegt bjálkahús. Miðbær á 2. hæð fékk þriðju verðlaun með skemmtilegt fjölþjóðahús með mosaþaki. Við þökkum öllum heimilum fyrir þátttökuna og metnaðarfull framlög eins og sjá má á meðfylgjandi myndum