Vilný, Dúna og Dóróthea saumaklúbbssystur.

 

Á Grund eru starfræktir saumaklúbbar þó lítið sé um handavinnu í selskapnum.  Þar koma saman heimiliskonur og spjalla um heima og geima, gæða sér á gómsætum veitingum og iðulega kemur einhver heimliskonan með sérríflösku með sér. Sr. Auður Inga Einarsdóttir, heimilifprestur, skipuleggur þennan saumaklúbb og fær að vera í honum líka. Notalegar stundir og alveg ómissandi eins og ein heimiliskonan orðaði það. 

Vinkonurnar Sigrún, Ólöf og Guðlaug.