Guðrún fylgist með Karli sýna listir sínar.

Stundum, alveg óvænt, gerist eitthvað sem glæðir hversdaginn lífi. Í vikunni mætti  Karl Kristjánsson í portið hér á Grund. Hann er barnabarn heimiliskonunnar Ástu Kristjánsdóttur. Og afþví það var sól og blíða og margir úti að njóta veðurblíðunnar fyllti hann fötu með sápulegi og töfraði fram allskonar stórar og litlar sápukúlur. Grund bauð upp á ís og Jón lét sig sko ekki vanta með nikkuna. Og svo var sungið og sungið. 

Ásta Kristjáns með barnabörnunum sínum Steingerði og Karli
Það er gaman að reyna að sprengja kúlurnar.
Þessi flotti snáði fylgdist spenntur með.
Hundinum var boðið upp á góðgæti