Þegar tekur að vora hefur skapast sá siður að Fóstbræður syngja fyrir heimilismenn á Grund.  Kórinn  hefur til fjölda ára haft það fyrir venju að koma og gleðja heimilismenn sama dag og þeir halda árshátíð.  Þetta eru yfirleitt um sjötíu menn í kjólfötum sem streyma inn í húsið og þegar þeir hefja upp raust sína í hátíðasalnum er óhætt að segja að söngur ómi um allt húsið.  Það var að venju troðfullur salur þegar þeir mættu þetta árið og andrúmsloftið  engu líkt. Þessum frábæra kór,  með Árna Harðarson kórstjóra í forsvari, er kærlega þakkað fyrir komuna og við erum strax farin að hlakka til næstu heimsóknar að ári.