Það hefur skapast fyrir því hefð að nemendur í Kvennaskólanum koma í heimsókn hingað á Grund þegar þeir halda peysufatadag. Síðastliðinn föstudag mættu á annað hundrað nemendur hingað á heimilið, sungu fyrir okkur, dönsuðu og gengu svo um og sýndu fallega búninga sem þau skörtuðu. Frábær heimsókn og Kvennaskólanum er þakkað hjartanlega fyrir þessa árlegu heimsókn.